131. löggjafarþing — 51. fundur,  7. des. 2004.

Afnám laga um Tækniháskóla Íslands.

398. mál
[14:48]

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil, með leyfi forseta, fá að vitna í lög um háskóla og vil að hv. þm. Einar Már Sigurðarson hlusti á mig lesa úr þeim. Þar segir m.a. í 3. gr.:

„Heimilt er einkaaðilum að stofna háskóla að fengnu samþykki menntamálaráðherra.“

Um þetta snýst málið, að einkaaðilum er heimilt að reka háskóla lögum samkvæmt.

Ég skil mætavel að hv. þingmaður, sem á pólitískar rætur sínar að rekja til Alþýðubandalagsins, hafi ekki í orðabók sinni orðið „einkarekstur“. Ég vona að menn bæti úr því.