131. löggjafarþing — 52. fundur,  8. des. 2004.

Heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu.

168. mál
[10:47]

Ásta R. Jóhannesdóttir (Sf):

Herra forseti. Þetta er þörf umræða um heilsugæsluna. Ég fagna því að það skuli ekki vera fleiri en 3–4 þús. manns sem eru án heilsugæslulæknis á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þetta hefur verið hátt í 20 þús. manns á undanförnum árum þannig að þarna hefur greinilega náðst árangur.

Mig langar til að spyrja hæstv. ráðherra út í hina nýju heilsugæslustöði í Voga- og Heimahverfi sem mér heyrist að muni þjóna 4.500 manns. Ekki er gert ráð fyrir að hún starfi nema í þrjá mánuði á næsta ári eftir því sem fjárlög segja. Því spyr ég hæstv. ráðherra: Hvenær telur hann að hún verði komin í fulla notkun? Það verður auðvitað ekki á þessum þrem til fjórum mánuðum. Hvenær verðum við búin að leysa þann vanda sem þeir búa við sem hafa ekki aðgang að heilsugæslulækni, þ.e. þessi 3–4 þús., munum við verða búin að leysa hann þegar þessar stöðvar sem eru í farvatninu verða komnar í fulla notkun?