131. löggjafarþing — 53. fundur,  8. des. 2004.

Greiðslur yfir landamæri í evrum.

212. mál
[14:20]

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég treysti mér sannast sagna ekki til að gefa út neina spádóma um framtíðarhorfur helstu gjaldmiðla heimsins en minni á að Íslendingar skipta að sönnu mikið við Evrópusambandsríkin og viðskipti okkar við þau hafa farið vaxandi. Við erum jafnframt með viðskipti í aðrar áttir, til Bandaríkjanna og til annarra ríkja í heiminum. Varðandi evruna er það náttúrlega staðreynd að hana munum við ekki taka upp hvort sem við notum hana sem viðmiðunargjaldmiðil nema við göngum í Evrópusambandið og ég hef ekki trú á því að við séum á leiðinni þangað, alla vega ekki á næstu dögum.