131. löggjafarþing — 53. fundur,  8. des. 2004.

Skráning og mat fasteigna.

335. mál
[18:08]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (S):

Herra forseti. Aðgerðir Seðlabankans miða að því að viðhalda stöðugleika og halda niðri hækkun á verðlagi. Til þess hækkar hann vexti um 1%, sem að sumu mati er dálítið öfgakennd aðgerð en hefur þegar lækkað gengið. Hvort það er varanlegt eða ekki skiptir kannski ekki miklu máli en vísitalan mun ekki hækka eins og menn óttuðust. Vísitalan sem hefur áhrif á kostnað bygginga mun ekki hækka eins og menn óttuðust og því mun þessi skattur ekki hækka.