131. löggjafarþing — 53. fundur,  8. des. 2004.

Háskóli Íslands.

348. mál
[22:49]

Forseti (Halldór Blöndal):

Það er ekkert í þingsköpum sem gefur forseta heimild til þess að hafa áhrif á afstöðu einstakra þingmanna í málum eða stjórna því undir hvað þeir skrifa í nefndaráliti. Forseti hefur því, svo það sé alveg ljóst, ekki nein tök á að koma efnislega að nefndaráliti eða því hvernig þingmenn greiða atkvæði á Alþingi.