131. löggjafarþing — 53. fundur,  8. des. 2004.

Háskóli Íslands.

348. mál
[22:50]

Frsm. minni hluta menntmn. (Mörður Árnason) (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég þakka fyrir þessi viðbrögð en ég óska eftir að forseti íhugi betur sitt mál. Það er þannig í þingsköpum, ég er ekki með greinina en man það úr þingskapaumræðum og umræðum um fundarstjórn forseta frá því í vor og sumar að forseti á að fylgjast með nefndastarfi og hafa yfirumsjón með því í samráði við formenn nefndanna og þetta kemur honum vissulega við.

Já er nei og nei er já held ég að hafi verið ort í gömlum söng, og þegar ég var að slá mér upp með Biblíutilvitnuninni áðan var ég rækilega rekinn á kaf með hana því að hv. þm. Steinunn K. Pétursdóttir minnti mig á að hún er ekki eins og ég sagði heldur er hún enn þá skýrari og á enn betur við það tilefni sem hér er um að ræða: Já yðar skal vera já og nei yðar skal vera nei. Allt sem er umfram það er af hinu vonda.