131. löggjafarþing — 54. fundur,  9. des. 2004.

Tekjuskattur og eignarskattur.

351. mál
[21:01]

Kjartan Ólafsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þm. Rannveig Guðmundsdóttir gerði að umtalsefni matarverð. Ég fagna því í sjálfu sér. Mig langar að spyrja hana hvers vegna það getur verið að nú þegar íslenska krónan er jafnsterk og raun ber vitni og bandaríkjadalurinn er jafnlágur og raun ber vitni að það sjáist hvergi í verslunum með innfluttar matvörur að þær hafi lækkað í verði.

Varðandi virðisaukaskattinn þá er ljóst að við sjálfstæðismenn viljum vinna að því og erum að vinna að því ásamt Framsóknarflokknum að finna lausn á því máli.