131. löggjafarþing — 54. fundur,  9. des. 2004.

Tekjuskattur og eignarskattur.

351. mál
[22:31]

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þegar spurt er um sjávarútveginn þá held ég að hann þurfi á öðru að halda en þeirri hringavitleysu sem er í dag gagnvart styrkingu krónunnar. Ætli það sé ekki það versta sem verið er að gera í dag, gagnvart sjávarútveginum? Ætli það sé jafnvel ekki verra en skattlækkanirnar (Gripið fram í.) sem hér er verið að … Já, það er meðal annars.

En af því að hv. þingmaður spyr um afstöðu okkar gagnvart stóriðju á Austurlandi þá má eingöngu svara því með tölunni 14:2, því hún er okkur Íslendingum svo minnisstæð.