131. löggjafarþing — 55. fundur,  10. des. 2004.

Tekjuskattur og eignarskattur.

351. mál
[10:38]

Jóhanna Sigurðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Við erum á móti því að lækka eignarskatta á lögaðila. Lögaðilar hafa fengið verulegar hækkanir á umliðnum árum og við teljum að þeim 1.400 millj. sem nú á að verja í eignarskattslækkun á lögaðila væri miklu betur komið til að hækka barnabætur, greiða t.d. barnabætur með öllum börnum að 18 ára aldri, eða skila þessum fjármunum til þess að lækka frekar skatta á fólk með lágar og meðaltekjur. Ég segi nei.