131. löggjafarþing — 55. fundur,  10. des. 2004.

Tekjuskattur og eignarskattur.

351. mál
[10:43]

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Meðallaun félaga í aðildarsamtökum ASÍ eru 260 þús. kr. á mánuði. Hér erum við að lækka skatta á þetta fólk um 10.400 kr. á mánuði. 120 þús. kr. meira á ári heldur þetta fólk eftir af tekjum sínum. Það munar aldeilis um það hjá ASÍ. (Gripið fram í: … borga launin.) Það er líka verið að lækka jaðarskatta, minnka fátæktargildru sem ASÍ hefur líka talað um.

Ég segi enn og aftur já með fögnuði.