131. löggjafarþing — 55. fundur,  10. des. 2004.

Tekjuskattur og eignarskattur.

351. mál
[10:44]

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Fyrir nokkru síðan, nánar tiltekið fyrir síðustu kosningar, stóð upp úr hverjum frambjóðanda Samfylkingarinnar að það ætti að lækka jaðarskatta. Hér eru efndirnar, lítið á töfluna. Hér er um að ræða lækkun á jaðarsköttum. Menn gera það ekki með öðrum hætti.

Það liggur alveg hreint og klárt fyrir að þegar tekjuskattsprósentan var í 35%, þegar við fórum í staðgreiðslukerfið, voru allir flokkar nema einn með það á stefnuskrá sinni að hafa prósentuna í 35%. Það var Alþýðubandalagið. Nú eru tveir alþýðubandalagsflokkar, ef ekki þrír á þingi, Samfylkingin, Vinstri grænir og jafnvel Frjálslyndi flokkurinn. En við í stjórnarliðinu lækkum jaðarskatta. Ég segi já. (Gripið fram í: Tveir Sjálfstæðisflokkar.)