131. löggjafarþing — 55. fundur,  10. des. 2004.

Tekjuskattur og eignarskattur.

351. mál
[10:51]

Jóhanna Sigurðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Hér er á ferðinni enn ein skerðingin á vaxtabótum. Þessi ríkisstjórn hefur verið dugleg við að skerða vaxtabæturnar frá því að hún tók við völdum. Vaxtabætur hafa verið skertar á þessu og að meðtöldu næsta ári um 900 millj. kr. Hér er harkalega ráðist að skuldugum heimilum og ég segi nei.