131. löggjafarþing — 55. fundur,  10. des. 2004.

Skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

300. mál
[11:08]

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um breytingartillögu sem er til komin vegna þess að hér á eftir stendur til að fella niður lög um Lífeyrissjóð sjómanna. Tillagan sem hér er verið að greiða atkvæði um tekur til þess að viðhalda lögveðsrétti varðandi innheimtu á kröfum sjómanna í lífeyrisgreiðslum og er lagt til í breytingartillögunni að færa það inn í almennu lögin um starfsemi lífeyrissjóða. Ég tel að hér sé verið að tryggja ákveðin réttindi sjómanna. Nóg er komið af skertum réttindum þeirra og ég legg til að þingmenn segi já.