131. löggjafarþing — 55. fundur,  10. des. 2004.

Aukatekjur ríkissjóðs.

375. mál
[11:19]

Guðmundur Árni Stefánsson (Sf):

Herra forseti. Hver matarhola er nýtt þegar kemur að því að hækka skatta á almenningi í landinu. Í þessu frumvarpi er m.a. verið að græða á útgáfu vegabréfa og ökuskírteina svo að örfá atriði af fjölmörgum séu nefnd til sögunnar.

Ég sakna þess alveg sérstaklega núna við þessa atkvæðagreiðslu að þeir komi ekki í atkvæðaskýringu, þessir gleðipinnar, skattalækkunarmenn sem töluðu hátt og mikið við upphaf þessa þingfundar. Hvar er hæstv. landbúnaðarráðherra núna? Veri hann velkominn.