131. löggjafarþing — 55. fundur,  10. des. 2004.

Aukatekjur ríkissjóðs.

375. mál
[11:20]

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Eins og ræðumaður áðan ætla ég að fara með vísu.

Lastaranum líkar ei neitt,

lætur hann ganga róginn:

Finni hann laufblað fölnað eitt,

þá fordæmir hann skóginn.

Þetta er það sem ég gat um í umræðunni í gær, að hv. þingmenn Samfylkingarinnar væru stöðugt að leita að einhverjum fölnuðum laufblöðum, gengju um álútir í skóginum, horfðu niður á svörðinn og sæju ekki hvað skógurinn grænkar og grær. Þeir sjá ekki lengur trén, þeir sjá ekki lengur skóginn.

Þær skattalagabreytingar sem við höfum verið að framkvæma eru allar mjög jákvæðar. Það sem hér er verið að gera (Gripið fram í.) féllust hv. þingmenn Samfylkingarinnar á að væri í rauninni skattalækkun (Gripið fram í: Nei.) en ekki fyrr en kl. 2 í nótt.