131. löggjafarþing — 55. fundur,  10. des. 2004.

Veiting ríkisborgararéttar.

432. mál
[11:41]

Frsm. allshn. (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir frumvarpi til laga um veitingu ríkisborgararéttar sem stafar frá allsherjarnefnd. Á þingskjali 631 er gerð grein fyrir 17 einstaklingum sem nefndin mælir með að fái ríkisborgararétt að þessu sinni. Alls bárust nefndinni 26 umsóknir og hafa þær allar verið teknar til skoðunar en að þessu sinni er lagt til að þeir einstaklingar sem taldir eru upp í 1. gr. frumvarpsins, og ég leyfi mér að vísa til á þskj. 631, fái ríkisborgararétt.

Ég mæli með því að málinu verði ekki vísað til allsherjarnefndar þar sem málið stafar frá henni.