131. löggjafarþing — 55. fundur,  10. des. 2004.

Háskóli Íslands.

348. mál
[15:24]

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég er ekki vanur að vinna mikið með Gunnari Birgissyni og hef aldrei gert það áður þannig að ég hef ekki þessa löngu reynslu sem ég veit að ýmsir hafa af samvinnu við hv. þm. Gunnar Birgisson í félagsstörfum. Ég er hins vegar nokkuð vel þjálfaður í félagsstörfum allt aftur í skólagöngu mína og þykist þekkja nokkuð vel hvernig á að koma fram í félagsstörfum, bæði við vini sína og pólitíska andstæðinga.

Ég held að um leið og ég fari á námskeiðið í mannasiðum, sem ég þarf að sögn hv. þm. Gunnars Birgissonar svo mjög á að halda, bjóðist ég til að fjármagna námskeið Gunnars Birgissonar í lýðræði sem hann kynni að þurfa mjög á að halda, ekki síst ef hann ætlar að halda áfram þátttöku sinni í félagsstörfum og stjórnmálum.