131. löggjafarþing — 55. fundur,  10. des. 2004.

Háskóli Íslands.

348. mál
[15:28]

Steinunn K. Pétursdóttir (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Ég er ekki enn sannfærð um að hér sé ekki verið að stíga skref í átt til innheimtu skólagjalda. Sundurliðanirnar á þessu skrásetningargjaldi sem fylgdu frumvörpunum eru brandari, svo ekki sé meira sagt. Þau lúta ekki að neinu er varðar kostnað við skráningu stúdenta og þess vegna er ekki óeðlilegt að maður undrist það að þetta sé nefnt því nafni.

Þess vegna kalla ég eftir því að hlutirnir séu nefndir réttu nafni og ég kýs að óska eftir framtíðarsýn sjálfstæðismanna hvað varðar innheimtu skólagjalda.