131. löggjafarþing — 55. fundur,  10. des. 2004.

Háskóli Íslands.

348. mál
[16:17]

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Fram til þessa hafa 32.500 verið dregnar frá framlagi til háskólanna, fram til þessa hefur verið það fyrirkomulag. Það er nýbreytni í því að þessi viðbótarfjárhæð upp í 45.000, 12.500 kr. rennur óskipt til háskólanna. Það er nýbreytni, og það kemur glögglega í ljós þegar til að mynda fjárlagafrumvarpið er lesið að gert er ráð fyrir þeirri hækkun til háskólanna, að gert er ráð fyrir 12.500 kr. sem renna óskiptar til háskólanna.

Mér finnst miður að gætt hafi misskilnings á milli rektoranna annars vegar og þess sem stendur í frumvarpinu. Það var alveg ljóst þegar við vorum á fundi saman, til að mynda ég og háskólayfirvöld Háskóla Íslands, að þetta var alla tíð skilningur minn og skilningur þeirra líka.