131. löggjafarþing — 55. fundur,  10. des. 2004.

Háskóli Íslands.

348. mál
[16:26]

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er rétt sem kom fram í máli hv. þm. Marðar Árnasonar að það er um 12.500 kr. að ræða sem bætast við. Það er ekki lánað fyrir þessari viðbótarupphæð sem er m.a. verðlagsuppbætur auk aukinnar þjónustu sem háskólarnir geta sýnt fram á. Við vitum alveg öll hér, og það er margoft búið að koma fram, að fyrir þessari upphæð — af því að þetta er skrásetningargjald, innritunargjald sem er ekki lánað fyrir — er ekki hefð að sé lánað fyrir og er ekki ætlunin eins og staðan er í dag að lána fyrir.