131. löggjafarþing — 55. fundur,  10. des. 2004.

Háskóli Íslands.

348. mál
[17:36]

Steinunn K. Pétursdóttir (Fl):

Herra forseti. Hér er verið að stíga skref í þá átt að innleiða skólagjöld við ríkisháskólana. Frjálslyndi flokkurinn er þeirrar skoðunar að nám á háskólastigi eigi að standa öllum landsmönnum til boða óháð efnahag. Því segi ég nei, herra forseti.