131. löggjafarþing — 56. fundur,  10. des. 2004.

Tekjuskattur og eignarskattur.

351. mál
[22:22]

Arnbjörg Sveinsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Í lok þessarar atkvæðagreiðslu vil ég sérstaklega fagna því að nú er hið stóra stefnumál okkar sjálfstæðismanna, skattalækkanir, orðið að veruleika. Lækkun tekjuskatts, afnám eignarskatts og hækkun barnabóta. Árangur af góðri hagstjórn og stjórn ríkisfjármála er nú að koma í ljós fyrir venjulegt vinnandi fólk. Fjölskyldurnar í landinu munu nú uppskera aukinn kaupmátt sem stafar af þeim skattalækkunum sem við vorum að lögfesta. Því fögnum við sjálfstæðismenn og ég segi já, hæstv. forseti.