131. löggjafarþing — 56. fundur,  10. des. 2004.

Tekjuskattur og eignarskattur.

351. mál
[22:23]

Magnús Stefánsson (F):

Hæstv. forseti. Hér kemur það fram að almenningur í landinu mun njóta góðs árangurs stjórnarflokkanna undanfarin ár í efnahags- og ríkisfjármálum. Þess njóta almennir launamenn, barnafjölskyldur, eldri borgarar og fleiri. Hér er m.a. verið að lækka jaðarskatta sem lengi hefur verið rætt um og kemur nú til framkvæmda.

Hér er verið að fylgja eftir kosningastefnu okkar framsóknarmanna frá því fyrir síðustu kosningar og einnig stjórnarsáttmála stjórnarflokkanna.

Herra forseti. Það er sorglegt að verða vitni að ólund og vanlíðan stjórnarandstæðinga þegar kaupmáttur fólks í landinu er aukinn verulega og verið er að draga úr jaðaráhrifum skattkerfisins en mér finnst þetta ánægjuleg málalok og segi því já.