131. löggjafarþing — 57. fundur,  10. des. 2004.

Jólakveðjur.

[22:30]

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Ég vil fyrir hönd okkar alþingismanna þakka hæstv. forseta fyrir samstarfið á haustþingi og hlý orð í garð okkar alþingismanna. Auðvitað erum við þingmenn misjafnlega sáttir við sum þau lög sem hér hafa verið samþykkt. Vafalaust er því einnig þannig farið meðal fólksins í landinu en það kemur nýr dagur og nýtt ár nýrra tækifæra. Við skulum því öll gleðjast á komandi jólahátíð og leitast við að leggja þeim lið sem á stuðningi þurfa að halda og eiga um sárt að binda svo að þeir fái einnig notið jólanna.

Ég óska forseta og fjölskyldu hans gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þá vil ég færa starfsfólki Alþingis þakkir fyrir góða aðstoð við okkur þingmenn og ánægjulegt samstarf á árinu og óska því gleðilegra jóla. Ég bið hv. alþingismenn að taka undir góðar óskir til hæstv. forseta og fjölskyldu hans og starfsfólks Alþingis með því að rísa úr sætum. — [Þingmenn risu úr sætum.]