131. löggjafarþing — 58. fundur,  24. jan. 2005.

Trúnaðarupplýsingar um stríðið í Írak.

[15:14]

forsætisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (F):

Herra forseti. Það er að sjálfsögðu utanríkismálanefndar að ákveða hvort hún afléttir trúnaði af sínum gögnum og ég tel að málið sé svo komið að utanríkismálanefnd sé í stórkostlegum vanda. Það liggur fyrir að trúnaði hefur verið aflétt með því að leka þessum gögnum. Ég held að það sé nauðsynlegt að utanríkismálanefnd komi saman út af því. En mín vegna getur hv. utanríkismálanefnd birt það sem hún vill í þessu máli. En utanríkismálanefnd er búin að því og það væri kannski ástæða til að rannsaka það með hvaða hætti það hefur verið gert og af hvaða hvötum.