131. löggjafarþing — 58. fundur,  24. jan. 2005.

Fsp. 3.

[15:31]

samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (S):

Herra forseti. Það liggur ekkert fyrir um það enn þá hver endanlegur kostnaður við jarðgangagerðina í Almannaskarði verður. Eins og menn vita er uppgjör á slíkum framkvæmdum ekki gert fyrr en að verki loknu en það er alveg ljóst að þar fékkst prýðilega hagstætt tilboð.

Ég held að menn ættu að bíða ögn eftir því að sjá hver kostnaðurinn verður þegar tilboðin í Héðinsfjarðargöngin berast áður en því er slegið föstu hvað kílómetrinn í jarðgöngum á Íslandi kostar, þegar verið er að tala um eins löng göng og mikla framkvæmd og Héðinsfjarðargöngin eru. Ekkert bendir til þess af þeim upplýsingum sem við höfum, og þá lítum við m.a. til þeirra tilboða sem bárust í Fáskrúðsfjarðargöngin og Almannaskarðsgöngin og Héðinsfjarðargöngin þegar þau voru boðin út, að einhver ógnarlækkun sé fyrirsjáanleg í jarðgangagerð á Íslandi en vonandi að svo væri.