131. löggjafarþing — 58. fundur,  24. jan. 2005.

Fsp. 4.

[15:38]

félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (F):

Hæstv. forseti. Eins og hv. þingmaður kom inn á koma ýmsar leiðir til greina í þessum efnum. Ég veit að hv. þingmaður hefur skilning á því að ég er ekki tilbúinn til að tjá mig um það hér og nú hvaða leið er heppilegust í því efni. Þar kemur eitt og annað til, m.a. sú leið sem hv. þingmaður gerði að umtalsefni þ.e. að brunabótamatið myndi ekki eingöngu þennan grunn heldur lóðamat einnig. Það er hins vegar bara ein þeirra leiða sem við förum nú yfir. Eins og hv. þingmaður benti á miða flestar lánastofnanir við kaupverð eða markaðsverð. Það er önnur leið. Við erum að fara yfir þetta í félagsmálaráðuneytinu, hæstv. forseti, eins og ég nefndi áðan og ég hvorki get né vil við þær aðstæður sem hér eru uppi tjá mig um með hvaða hætti málið verður endanlega sett fram en við leitum lausna á viðfangsefninu.