131. löggjafarþing — 59. fundur,  25. jan. 2005.

Þriðja kynslóð farsíma.

160. mál
[16:32]

samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er rétt sem hv. þingmaður benti á, flest ríkin völdu svokallaða uppboðsleið sem hins vegar gafst afskaplega illa (JÁ: … þremur löndum.) þar sem menn stórlega ofmátu þessi verðmæti. Ég held að þessi aðferðafræði sem hv. þingmenn Samfylkingarinnar eru að hvetja til hafi ekki gefist nægilega vel , að fara uppboðsleiðina, því að nokkuð margir fóru flatt á því. Finnar höfðu þetta nokkuð opið, settu ekkert verð á þetta og Svíar voru sömuleiðis með mjög lágt verð og tiltölulega opið á meðan Bretar völdu uppboðsleiðina sem sprengdi upp verð á leyfum.

Ég held að sú leið sem við erum að fara hér, þessi séríslenska leið þar sem við hvetjum til uppbyggingar um landið allt með lækkandi gjaldi með aukinni útbreiðslu (Forseti hringir.) sé sú leið sem hentar okkur Íslendingum.