131. löggjafarþing — 59. fundur,  25. jan. 2005.

Kosningar til Alþingis.

26. mál
[17:37]

Forseti (Birgir Ármannsson):

Vegna ummæla hv. þingmanns í lok ræðu sinnar tel ég einsýnt að þetta mál eigi að fara til allsherjarnefndar. Í þinginu er að vísu venja að mál sem varða stjórnarskrána eða breytingar á stjórnarskránni beint fari til sérnefndar um stjórnarskrármál sem tók til starfa á haustþingi. Forseti mun kanna þetta og það verður rætt nánar við framsögumann og hv. 1. flutningsmann áður en til atkvæðagreiðslu kemur. Við fáum úr þessu skorið áður en að því kemur.