131. löggjafarþing — 59. fundur,  25. jan. 2005.

Tekjuskattur og eignarskattur.

32. mál
[18:12]

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég er ekki að draga neitt til baka. Ég sagði þetta aldrei. Þetta er með ólíkindum. Ég held að hv. þingmaður ætti að fylgjast betur með. Ég sagði einmitt að ég vildi ekki flækja kerfið með því að taka marga þætti inn í það sem hugsanlega gætu verið réttlátir hver fyrir sig vegna þess að það mundi flækja allt kerfið. Það mundi flækja það endalaust. Í staðinn vil ég frekar hafa lægri prósentu í sköttunum. Ég vil hafa lægri prósentu og einfalt kerfi þannig að fólk þurfi ekki að liggja yfir því í marga daga og fá sérfræðinga til að telja fram fyrir sig. Svo klykkir hv. þingmaður út með því að hann vilji líka einföldun skattkerfisins um leið og hann leggur til fullt af undanþágum.