131. löggjafarþing — 62. fundur,  27. jan. 2005.

Skýrsla iðnaðarrh. um framkvæmd raforkulaga.

[14:09]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill geta þess að samkomulag hefur orðið milli þingflokka um fyrirkomulag umræðunnar. Ráðherra hefur 15 mínútur til framsögu, talsmenn flokka annarra en iðnaðarráðherra 10 mínútur, aðrir þingmenn og ráðherrar átta mínútur. Andsvör verða ekki leyfð við ræðum ráðherra og talsmanna í upphafi umræðunnar. Að öðru leyti verða andsvör eftir þingsköpum. Tali menn í annað sinn hafa þeir fjórar mínútur, ráðherra þó átta, og engin sérstök mörk verða um lengd umræðunnar.