131. löggjafarþing — 62. fundur,  27. jan. 2005.

Skýrsla iðnaðarrh. um framkvæmd raforkulaga.

[15:55]

Kjartan Ólafsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að best sé að vitna til þeirrar vinnu sem við eigum eftir að inna af hendi í hv. iðnaðarnefnd, fara í gegnum þessi mál og hvaða forsendur eru fyrir þeim hækkunum sem hér hafa verið nefndar. Það hefur jafnframt verið nefnt að sums staðar verði lækkanir og við skulum sjá hvernig dæmið stendur í plús og mínus þegar upp verður staðið.