131. löggjafarþing — 62. fundur,  27. jan. 2005.

Skýrsla iðnaðarrh. um framkvæmd raforkulaga.

[16:36]

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir skýr svör í þessum efnum. Enn er það svo að við erum sammála um þessi atriði.

Hin spurningin sem mig langar að leggja fyrir hv. þingmann er vegna mála sem hafa komið upp að undanförnu og við höfum heyrt um, þ.e. vangaveltur um að Reykjavíkurborg og Akureyrarbær selji hluta sinn í Landsvirkjun. Í öllum þessum samningum, sem við vitum ekkert um nema úr fréttum, er m.a. talað um að Landsvirkjun, þessi stærsti framleiðandi raforku í landinu, að 95% hluta, eignist Rafmagnsveitu ríkisins og Orkubú Vestfjarða. Er hv. þingmaður sammála því að þetta gangi fram?