131. löggjafarþing — 62. fundur,  27. jan. 2005.

Skýrsla iðnaðarrh. um framkvæmd raforkulaga.

[18:08]

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að þetta sé ekki stórmál sem hér er um að ræða, heldur það (Gripið fram í: … forseta …) að vissulega voru ákveðin mistök sem — ég held að það sé hægt að tala um að ákveðin mistök hafi verið gerð þarna af hálfu Rariks við fyrri gjaldskrána. (Gripið fram í: Mistök?) Gjaldið var tekið inn eða styrkurinn vegna 230 millj. á röngu tímaskeiði, ég get ekki útskýrt þetta kannski í stuttu máli.

Þetta er ekkert stórmál og þetta varðar ekki aðra sem nýta þessar 230 millj. Þetta bara þýðir að Rarik fékk þarna ákveðinn hluta af þessum 230 millj. kr. potti sem alltaf var augljóst að mundi verða.

Hvað varðar köldu svæðin og styrkina held ég að það sé nokkuð ljóst að við munum ráða við það sem kemur inn á þessu ári í sambandi við styrkveitingar til nýrra hitaveitna.