131. löggjafarþing — 62. fundur,  27. jan. 2005.

Skýrsla iðnaðarrh. um framkvæmd raforkulaga.

[18:11]

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér finnst hv. þingmenn vera heldur gagnrýnir á þetta miðað við að þetta er mikil breyting, þetta er flókið. Er ekki hægt að sýna svolitla tillitssemi í sambandi við þessi mál núna? Þetta hefur ekki skaðað nokkurn mann enn þá það ég veit. Það er ekki farið að innheimta rafmagnsupphitunarkostnaðinn samkvæmt þessum gjaldskrám sem hafa verið kynntar þannig að þetta hefur engan skaðað. Við verðum bara að líta á þetta sem verkefni (Gripið fram í: … skaða …) sem þarf að leysa úr. Ef hv. þingmenn eru ekki vanir því að fá einhver verkefni á sín borð til þess að leysa er ég bara algjörlega undrandi. (Gripið fram í.)