131. löggjafarþing — 63. fundur,  31. jan. 2005.

Vatnalög.

413. mál
[15:51]

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Getum við ekki reynt að vera sammála svolítið lengur? Ef við erum sammála um að það eigi bæði að vernda og nýta, getum við þá ekki líka verið sammála um að verndunin heyri undir umhverfisráðuneytið en nýtingin undir iðnaðarráðuneytið? Það er það sem við erum að fjalla um fyrst og fremst núna með þessu frumvarpi, þ.e. hvernig við ætlum að nýta vatnið.