131. löggjafarþing — 63. fundur,  31. jan. 2005.

Vatnalög.

413. mál
[15:55]

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Herra forseti. Umræðan snýst alltaf um að nota, nýta og vernda. Hæstv. umhverfisráðherra talar um að þessi hugtök geti farið saman. Ég er sammála hæstv. umhverfisráðherra varðandi það. Auðvitað eigum við að nýta og njóta og þess vegna geta verið mjög mikil not af náttúruvernd. Það á ekki að tefla þessu fram hér sem algjörum andstæðum, heldur getur þetta vel farið saman. Ég held að það sé hollt fyrir umræðuna í framhaldinu að við reynum að sjá þá hlið málsins.