131. löggjafarþing — 63. fundur,  31. jan. 2005.

Vatnalög.

413. mál
[16:59]

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég heyri að hv. þingmaður hefur álit á bændum. Ég þakka fyrir það og er sammála honum um það. Ég er líka sammála honum um að það er mikið atriði að hafa skynsamlega stjórn á hlutunum. Hvað varðar erindi hv. þingmanns upp í ræðustól, að nú væri landið komið í eigu einhverra annarra en bænda — vissulega er eitthvað um það en í aðalatriðum eru það bændur sem eiga bújarðir og þess vegna átta ég mig ekki alveg nógu vel á því hvert vandamálið var og bið þá hv. þingmann að skýra betur hvað hann átti við í ræðu sinni.