131. löggjafarþing — 63. fundur,  31. jan. 2005.

Vatnalög.

413. mál
[17:08]

Ásta R. Jóhannesdóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég kveð mér hljóðs undir þessum lið vegna þess að ég bar fram áðan tvær fyrirspurnir sem ég hef ekki fengið svar við. Annarri vísaði ég til hæstv. umhverfisráðherra sem var viðstödd umræðuna að beiðni okkar sem tökum þátt í henni. Ég get ekki séð annað en að hæstv. ráðherra sé farin. Ég vil spyrja hæstv. forseta hvort svo sé.

Hinni fyrirspurninni, sem varðaði 83. gr. núgildandi laga, vísaði reyndar hæstv. iðnaðarráðherra yfir til umhverfisráðherra. Ég á eftir að fá svör við þessum tveimur spurningum og spyr því hæstv. forseta hvort hæstv. umhverfisráðherra sé farin héðan úr húsi án þess að svara þessum spurningum.

(Forseti (ÞBack): Forseti getur upplýst það að hæstv. umhverfisráðherra hefur verið í húsinu undir þessari umræðu og er enn þá í húsinu.)