131. löggjafarþing — 63. fundur,  31. jan. 2005.

Gjaldfrjáls leikskóli.

25. mál
[18:48]

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel rétt að taka fram að ég var ekki í öngum mínum yfir að hafa ekki hæstv. forsætisráðherra í salnum, ég var bara hissa á því að hann skyldi ekki haga ferðum sínum þannig miðað við áramótaræðu hans að leggja sérstaka áherslu á að vera við umræðu sem þessa. En ég þakka hv. þingmanni fyrir að skýra mál sitt og tel mikinn sóma að því og það sýnir að það eru þó til þingmenn í Framsóknarflokknum sem gera eitthvað með tillögur flokksins.

Því miður samþykktu framsóknarmenn aðra tillögu á flokksþingi 2003 sem þeir gera í rauninni ekkert með. Ég tel það mjög jákvætt að það komi einn og einn framsóknarmaður sem ætli að standa við eitthvað af því sem flokksmenn hafa samþykkt.