131. löggjafarþing — 64. fundur,  1. feb. 2005.

Fjárhagslegur aðskilnaður í rekstri útgerðar og fiskvinnslu.

23. mál
[14:29]

Flm. (Guðjón A. Kristjánsson) (Fl) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að ég geti tekið eiginlega undir nánast allt sem háttvirtur síðasti ræðumaður sagði. Ég held að það hafi aðeins verið eitt í lok ræðunnar sem honum sást yfir.

Það gerðist hér á Alþingi fyrir um 40 mínútum að við samþykktum þriðju kynslóð farsíma. Hvað var samþykkt þar? Stjórnarandstöðuflokkarnir lögðu til að ekki væri hægt að færa á milli þriðju kynslóðar farsíma og annarrar kynslóðar. Stjórnarflokkarnir samþykktu hins vegar að hafna því. Þannig verður hægt að færa á milli þriðju kynslóðar farsíma og annarra viðskipta. Ég vil draga þetta fram af því það mátti skilja það svo á ræðu hv. þingmanns áðan að menn pössuðu sig á að aðskilja þetta alls staðar. Það er rétt, menn hafa reynt að passa sig á því en Alþingi var að gera allt annað hér áðan.