131. löggjafarþing — 64. fundur,  1. feb. 2005.

Fjárhagslegur aðskilnaður í rekstri útgerðar og fiskvinnslu.

23. mál
[15:27]

Halldór Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Mér er ljúft að svara þessu. Það stendur svo á að það er framleiðslustjórinn í landi sem stjórnar fiskveiðunum og ákveður hverju sinni hvaða fisk er komið með og þar fram eftir götunum sem fellur inn í vinnsluna. Mér væri mjög ljúft að fara með hv. þingmanni, 10. þm. Suðvest., Gunnari Örlygssyni, norður til Akureyrar og Dalvíkur og gefa honum tækifæri til að kynnast því hvernig vinnslan er byggð upp og þeim viðhorfum sem þar ráða.