131. löggjafarþing — 64. fundur,  1. feb. 2005.

Fjárhagslegur aðskilnaður í rekstri útgerðar og fiskvinnslu.

23. mál
[15:29]

Halldór Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Sjálfstæðisflokkurinn hefur barist fyrir og vill tryggja samkeppni í sjávarútvegi eins og í öðrum greinum, líka í fjölmiðlun.

Hv. þingmaður spurði mig hvort það væri samhengi á milli veiða og vinnslu hjá Samherja og ég sagði honum að svo væri og ég reyndi útskýra það fyrir honum. Nú vill hv. þingmaður ekki þiggja það að kynna sér þessi mál betur og mér eru satt að segja vonbrigði að því. Ég hefði haft mjög gaman af því að heimsækja Samherja með honum þannig að hann hefði getað skipst á skoðunum við þá menn sem þar stjórna og þar leggja á ráðin og líka kynnst þeim viðhorfum sem liggja hjá þeim til grundvallar því að nauðsynlegt sé að stjórna veiðum úr landi til þess að verðmæti sjávaraflans verði sem mest og til þess að hægt sé að svara kröfum markaðarins.