131. löggjafarþing — 64. fundur,  1. feb. 2005.

Fjárhagslegur aðskilnaður í rekstri útgerðar og fiskvinnslu.

23. mál
[16:48]

Halldór Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætla ekki að rekja það sem ég hef áður sagt um hagkvæmni þess að samræma veiðar og vinnslu, út á það gengu ræður mínar og ég vísa til þeirra um það.

Á hinn bóginn þykir mér þetta merkilegt og sjálfsagt að halda því vel til haga að þau sjónarmið sem hafa komið fram í umræðunum og sú tillaga sem hér hefur verið lögð fram er stefna Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum og er það auðvitað áhugavert. Ég hygg að þau skilaboð sem kjósendur í Norðurlandi eystra fengu fyrir síðustu kosningar hafi ekki verið þau frá hv. þingmönnum Samfylkingarinnar, Einari Má Sigurðarsyni og Kristjáni Möller, að þeir væru þeirrar skoðunar sem hér kemur fram en það mun þá svo vera og þá liggur það ljóst fyrir og það er alltaf gott þegar mál upplýsast.