131. löggjafarþing — 66. fundur,  3. feb. 2005.

Skattskylda orkufyrirtækja.

364. mál
[12:58]

fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir undirtektir hans við þetta mál. Ég tel að efnislega séum við sammála um að það eigi að vera sama umhverfi fyrir þessi fyrirtæki eins og önnur varðandi almenna skattlagningu.

Spurningu hans um tiltekið atriði í 6. gr. frumvarpsins vil ég leyfa mér að vísa til umfjöllunar í nefndinni. Ég er ekki með svarið við því á hreinu. Ég get vel trúað því að ágiskun hans um það sé rétt.

Hvað varðar hin atriðin þá tel ég ekki efni til að hefja umræðu um þau. Hér erum við að tala um almenna skattalöggjöf og getum geymt okkur þau atriði til umræðna þegar slíkt mál kemur til þingsins.