131. löggjafarþing — 67. fundur,  7. feb. 2005.

Fsp. 1.

[15:08]

fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Herra forseti. Við erum svo sammála í dag, við hv. þingmaður, að horfir til hreinna vandræða. Ég á hins vegar erfitt með að átta mig á því að þetta fyrirtæki telji sjálfu sér það til hagsbóta að skrá heitið Iceland, enska nafnið á Íslandi, með þessum hætti sem hér er verið að tala um. Ég held að það hljóti líka að geta orðið þessu fyrirtæki til vandræða að gera þetta. Ég átta mig ekki alveg á því hvernig málið lítur út frá sjónarhóli þessa fyrirtækis.

Í það minnsta teldi ég það mér ekki til framdráttar og það mundi sjálfsagt valda mér erfiðleikum ef ég skráði mér lénið steingrimurj.is og hygðist nýta mér það.