131. löggjafarþing — 67. fundur,  7. feb. 2005.

Einkamálalög og þjóðlendulög.

190. mál
[15:45]

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Með breytingartillögu þeirri sem verið er að greiða atkvæði um er gert ráð fyrir að b-liður 126. gr. verði áfram inni. Við erum búin að fjalla um það í ótal ræðum í þremur umræðum á þinginu hvaða réttarbót var talin vera til staðar með ákvæðinu þegar það var leitt í lög.

Ég hef haldið því fram, hæstv. forseti, að stjórnarþingmenn þurfi að hugleiða verulega alvarlega hvaða réttarbót er verið að afnema. Mér þykir mjög miður að horfa á atkvæðatöfluna og sjá að stjórnarþingmenn virðast ekki hafa ætlað að vitkast af þeim góðu ræðum sem hér hafa verið fluttar varðandi þá réttarbót sem hæstv. dómsmálaráðherra ætlar að fella út úr lögunum. Þar fetar hann áfram þá braut sem hann hefur að mínu mati fetað óhóflega, þ.e. að þrengja réttindi borgaranna í ýmsum málum og þar með að gera samfélag okkar ólýðræðislegra.

Ég greiði að sjálfsögðu atkvæði með þessari breytingartillögu.