131. löggjafarþing — 67. fundur,  7. feb. 2005.

Einkamálalög og þjóðlendulög.

190. mál
[15:46]

Ágúst Ólafur Ágústsson (Sf):

Herra forseti. Hæstv. dómsmálaráðherra er með stuðningi þingmeirihlutans að skerða rétt þorra Íslendinga til gjafsóknar. Málið er þeim mun alvarlegra, því hér er verið er að koma í veg fyrir að mál fái gjafsókn sem hafa iðulega verið höfðuð á hendur ríkinu, svo sem mannréttindamál, umhverfismál, læknamistök, eignarréttarmál, skaðabætur o.s.frv.

Ég vil vitna í umsögn laganefndar Lögmannafélagsins en þar stendur, með leyfi forseta:

„Laganefnd Lögmannafélags Íslands telur að með samþykkt frumvarpsins væri stigið skref aftur á bak að því er varðar aðgang einstaklinga að dómstólum.“

Ég vil gera þessi orð að mínum og að sjálfsögðu mun ég segja nei við þessu frumvarpi.