131. löggjafarþing — 67. fundur,  7. feb. 2005.

Einkamálalög og þjóðlendulög.

190. mál
[15:48]

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Í ljósi þess að breytingartillaga okkar hefur verið felld af stjórnarmeirihlutanum mómælum við, þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, þeirri skerðingu á mannréttindum sem verið er að leiða í lög með því að vera á móti frumvarpinu, þó að við séum alls ekki á móti því að fólk fái gjafsókn þegar það á í fjárhagslegum erfiðleikum en við höfum oft verið rangtúlkuð í þeim efnum.

Verið er að fjárhagstengja réttlætið í þessu máli og það er ósvinna sem við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs mótmælum.