131. löggjafarþing — 67. fundur,  7. feb. 2005.

Vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

495. mál
[16:39]

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Fram kom í ræðu hæstv. umhverfisráðherra að mikilvægt sé að tryggja að rjúpnaveiðar verði sjálfbærar þegar þær hefjast á ný og að ekki þurfi að grípa til tímabundinnar friðunar. Mér þætti mjög gott að fá það fram hjá hæstv. ráðherra hvað hún eigi nákvæmlega við, vegna þess að þegar gripið var til friðunaraðgerðanna 2003 var sýnt fram á það með vísindalegum gögnum að lágmark rjúpnastofnsins var ekki marktækt lægra en fyrri lágmörk stofnsins.